Danir í heimsókn

Hópur góðra gesta frá Sveitarfélaginu Odense í Danmörku var í heimsókn í Skagafirðinum dagana 19.-22. maí síðastliðinn. Tilefnið var tveggja ára samstarfsverkefni á milli Odense og Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem styrkt er af Menntaáætlun Evrópusambandsins, er rétt að ljúka. Undanfarin tvö ár hafa þátttakendurí fjórum leik- og grunnskólum í hvoru landi fyrir sig unnið að ýmsum verkefnum sem snúa að skólaskilum leik- og grunnskóla. Verkefnið ber heitið „Inclusive and coherent learning environment“ og markmið þess er að auðvelda börnum að fara úr leikskóla í grunnskóla, námslega og félagslega

Þátttökuskólarnir í Skagafirði eru leikskólarnir Ársalir og Birkilundur og svo Árskóli og Varmahlíðarskóli. Verkefnið hófst haustið 2012. Allir þátttakendur sóttu ráðstefnu sem haldin var í Danmörku  í janúar 2013 og hófst þá samstarfið á milli þátttökuskólanna formlega. Starfsmenn skólanna hafa heimsótt hvern annan á vinnustað og fylgst með og tekið þátt í starfi hvers annars bæði hér heima og einnig í Danmörku.

Þriggja daga lokaráðstefna var nú haldin hér og voru þátttakendur allra skólanna að kynna afrakstur verkefnisins. Tveir starfsmenn frá Landsskrifstofu Menntaáætlunar Evrópusambandsins tóku einnig þátt á ráðstefnunni, ásamt fulltrúa menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Samstarfsverkefnið hefur verið afar farsælt og ánægjulegt og mun án efa skila enn betra verklagi við skólaskil leik- og grunnskóla bæði hér heima og í Danmörku, þar sem velferð barnanna er höfð að leiðarljósi.

/Fréttatilkynning

Listaverkið sem er tákn um farsælt og ánægjulegt samstarfsverkefni á milli Odense og Sveitarfélagsins Skagafjarðar

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir