Daníel Gunnarsson hlaut silfurverðlaun á Heimsmeistaramóti

Daníel er hér fjær á Móálóttu hryssunni. Lokaspretturinn var æsispennandi en Daníel  og Eining veittu Elvari Þormarssyni og Fjalladís frá Fornusöndum mikla samkeppni um fyrsta sætið. Mynd: Aðsend
Daníel er hér fjær á Móálóttu hryssunni. Lokaspretturinn var æsispennandi en Daníel og Eining veittu Elvari Þormarssyni og Fjalladís frá Fornusöndum mikla samkeppni um fyrsta sætið. Mynd: Aðsend

Heimsmeistaramót íslenska hestsins er nú afstaðið og stóðu Íslendingar sig vel á mótinu, hlutu 16 gull og þrjú silfur.

Eitt af þessum silfurverðlaunum fór til Skagafjarðar, en Miðsitjubóndinn Daníel Gunnarsson endaði annar í 250 metra skeiði á meri sinni, Einingu frá Einhamri. 

Daníel, sem keppir fyrir hönd Skagfirðings, var kallaður inn í liðið með stuttum fyrirvara eftir að Ingibergur Árnason þurfti frá að hverfa með meri sína, Sólveigu frá Kirkjubæ, vegna bólgu í fæti hennar sem kom í ljós við ítarlega læknisskoðun. 

Daníel hefur verið á meðal fremstu skeiðknapa landsins í nokkur ár og var m.a. valinn skeiðknapi ársins í fyrra hjá Hestamannafélaginu Skagfirðing.

Eining og Daníel kepptu einnig í 100 metra skeiði þar sem þau enduðu í níunda sæti á góðum tíma, 7.62 sek.

 

/SMH

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir