Dagskrá tilbúin fyrir Húnavöku 2016
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
08.07.2016
kl. 11.26
Dagana 14. – 17. júlí verður Húnavaka haldin á Blönduósi en um er að ræða bæjar og fjöldkylduhátíð Austur-Húnvetninga. Kemur þetta fram á Húnahorninu.
Hátíðin verður formlega sett á bæjartorgi Blönduósbæjar, fyrir framan Félagsheimilið en fer setningarathöfnin fram á föstudegi í stað fimmtudags. Á athöfninni verða umhverfisverðlaun Blönduósbæjar veitt og verður svo slegið til grillveislu.
Önnur dagskrá verður með nokkuð hefðbundnu sniði, má þá helst nefna golfmót á Vatnahverfisvelli, útsýnisflug, laser tag, Blö Quiz, Míkróhúnnin, Stóri fyrirtækjadagurinn, Blönduhlaup, dansleikir og kvöldvaka, auk fjöldi annarra dagskráliða.
Dagskrá Húnavöku 2016 má sjá hér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.