Dagskrá Sæluviku í dag
Það er óhætt að segja að Sæluvika Skagfirðinga hafi farið vel af stað í gær og dagurinn endað með gríðarlegri spennu í Síkinu, mikil stemning og fullt hús. Einnig var vel mætt á tónleika Kvennakórsins Sóldísar í Miðgarði og nánast uppselt á Nei ráðherra, leiksýningu Leikfélags Sauðárkróks. Áfram heldur dagskrá í dag.
Leiðsögn og fjör í Glaumbæ
Daglegar leiðsagnir í gamla bænum kl. 14:00 dagana 25.- 29. apríl.
Hægt er að koma hvenær sem er á opnunartíma safnsins 10:00-16:00 og fara í fróðlegan og skemmtilegan ratleik, verðlaun verða í boði fyrir öll rétt svör.
Minnt er á ársmiðana, þar sem íbúar héraðsins þurfa einungis að greiða aðgangseyri einu sinni (1700 kr. almennt verð en 1500 kr. fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn) og fá þá miða sem gildir í heilt ár frá kaupum og geta í kjölfarið komið hvenær sem er og eins oft og þeir vilja, þeim að kostnaðarlausu.
Sýning á verkum notenda Iðju-Hæfingar
Árleg sölusýning á verkum notenda Iðju-dagþjónustu verður í Landsbankanum á meðan á Sæluviku stendur.
Sjón er sögu ríkari!
Verið velkomin,
Litbrigði samfélags - Myndlistarsýning
Samsýning myndlistarfólks í Sólon, félagi myndlistarfólks í Skagafirði og nágrenni. Sýningin er haldin í Gúttó og stendur yfir dagana 23. apríl-1. maí. Opið verður á virkum dögum frá kl. 15-18 og um helgar frá kl. 13-16.
Fantastic Beast: The Secrets of Dumbeldore
Króksbíó sýnir kvikmyndina Fantastic Beast: The Secrets of Dumbeldore kl. 20 í kvöld.
Miðapantanir í síma 855 5216. Miðasalan er opin frá 17-20 virka daga og frá 12-20 um helgar.
Kirkjukvöld Kirkjukórs Sauðárkróks
Kirkjukór Sauðárkróks syngur við undirleik Rögnvaldar Valbergssonar á hinu árlega kirkjukvöldi. Einsöngvari verður Ívar Helgason frá Akureyri og ræðumaður kvöldsins er Magnús Pétursson frá Vindheimum. Kynnir er Árni Gunnarsson. Aðgangseyrir 2.000 kr. Enginn posi á staðnum. VERIÐ VELKOMIN.
Sjá dagskrá á saeluvika.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.