Dagforeldrar óskast í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður
11.02.2009
kl. 08.46
Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir á heimasíðu sinni eftir dagmömmum og eða dagpöbbum en þörf er fyrir fleiri dagforeldra í Skagafirði og þá einkum á Sauðárkróki
Fjölskylduþnjónusta Skagafjarðar ráðgerir í samráði við Farskóla Norðurlands vestra að halda námskeið fyrir dagforelda á næstu mánuðum, en möguleiki er á að fá tímabundið starfsleyfi fram að því.
Eru einstaklingar sem eru áhugasamir að vita meira um þetta starf hvattir til þess að hafa samband við Gunnar M. Sandholt eða Aðalbjörgu Hallmundsdóttur, sími 455 6000.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.