Búið að draga í 16 liða úrslit í Vís bikarnum

Dregið var í 16 liða úrslit VÍS bikars karla og kvenna miðvikudaginn 25. október og spilar Mfl. kvenna á móti Njarðvík dagana 9-10. desember. Mfl. karla spilar svo á móti Breiðablik dagana 10-11. desember. Viðureign mfl. kvenna verður þeim erfið þar sem Njarðvík situr í 3. sæti í Subway-deildinni með átta sig eftir fjóra sigra og tvö töp. Tindastóll situr aftur á móti í 7. sæti í 1. deildinni eftir tvo spilaða leiki sem báðir, því miður, töpuðust. Leikur meistaraflokks karla ætti hins vegar að vera í auðveldari kanntinum þar sem Breiðablik situr í neðsta sæti Subway-deildarinnar með núll stig eftir þrjá leiki en Stólastrákarnir sitja í 2. sæti en eru jafnir stigum við Njarðvík sem situr á toppnum.
 
Í VÍS bikar kvenna verður leikið dagana 9.-10. desember og drógust eftirfarandi lið saman:
Njarðvík – Tindastóll
Valur – Breiðablik
Hamar/Þór – Fjölnir
Þór Ak. – Aþena
Grindavík – ÍR
Stjarnan – Snæfell
Haukar – Ármann
Keflavík – Keflavík b
 
Í VÍS bikar karla verður leikið dagana 10.-11. desember og þessi lið drógust saman: 
Ármann – Stjarnan
KV – Valur
Álftanes – Fjölnir
Hamar – Höttur
Grindavík – Haukar
Selfoss – Keflavík
KR – Þróttur V.
Breiðablik – Tindastóll

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir