Uppskeruhátíð búgreina í Austur-Húnavatnssýslu
Í lok nóvember komu bændur og hestamenn í Austur-Húnavatnssýslu saman og gerðu sér glaðan dag á Blönduósi. Verðlaunaafhendingar voru fyrir góðan árangur í hverri búgrein fyrir sig.
Afurða hæsta kúabúin voru eftirfarandi:
Brúsastaðir 7896 kg 49,3 árskýr
Steinnýjarstaðir 7095 kg 39,9 árskýr
Hnjúkur 6844 kg 43,4 árskýr
Afurðahæstu kýrnar:
Bára 506 Brúsastöðum 10.496 kg prótein 3,23 fita 4,08.
Branda 571 Brúsastöðum 10367 kg prótein 3,39 fita 3,86
Dögg Hnjúki 10257 prótein 3,59 fita 4,36
Hæst dæmda kýrin var Pollýanna 624 á Brúsastöðum, en þar er reiknað saman útlitsdómur og kynbótamat. Þyngsta nautið var nr 369 frá Syðri-Löngumýri, 483 kg og 798 daga gamalt.
„Stjórn kúabænda óskar öllum til hamingju með góðan árangur og má þess geta að Brúsastaðir eru annað árið í röð afurðahæsta kúabúið á landinu,“ segir í tilkynningu frá félaginu.
Uppskeruhátíð Neista
Uppskeruhátíð húnvetnskra hestamanna var haldin 28. nóvember og eins og fyrri ár voru veitt verðlaun. Veitt voru verðlaun fyrir knapa ársins, verðlaun fyrir kynbótahross og ræktunarbú ársins.
Knapi ársins var Eline Manon Schrijver, en Eline gerði það gott á keppnisvellinum á árinu en hún var m.a. stigahæsti knapi í opnum flokki á stigamóti Neista innanhúss, vann a-flokkinn á félagsmóti Neista á Laufa frá Syðra-Skörðugili með einkunnina 8,48 og á ísmóti á Svínavatni fór hún með Krónu í B-flokk með einkunnina 8,38. Ræktunarbú ársins var Skagaströnd, Sveinn Ingi Grímsson og fjölskylda.
Þá voru einnig veitt verðlaun til minningar um Magnús Blöndal frá Skagaströnd og er veittur hæst dæmda fjögurra vetra stóðhesti úr Austur Húnavatnssýslu og Fengsbikarinn sem gefinn var til minningar um Guðmund Sigfússon frá Eiríksstöðum og veittur er hæst dæmda kynbótahrossi í eigu heimamanna.
Nánar er hægt að lesa um allar viðurkenningarnar á heimasíðu Neista á www.neisti.net.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.