Brunagaddur í kortunum

Það verður oft mögnuð birta í frostinu. Myndina tók Hjalti Árnason í desember

Það er ekki laust við að það sé kalt í morgunsárið enda sýndu mælar allt upp í 17 gráðu frost. Spáin gerir ráð fyrir norðlægri átt, 5-8 m/s, en hægari til landsins. Skýjað verður með köflum og stöku él. Frost 5 til 15 stig, kaldast í innsveitum.

 

Á morgun er gert ráð fyrir norðan- og norðaustanátt, víða 5-10 m/s, en hvassari við austurströndina. Bjartviðri S- og V-lands, en él á N- og A-landi. Frost yfirleitt 3 til 12 stig, kaldast til landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir