Börn með stór hjörtu

Þessir dugmiklu krakkar, Einar Örn Gunnarsson, Silvía Sif Halldórsdóttir og Gréta María Halldórsdóttir héldu á dögunum tombólu til styrktar Þuríði Hörpu. Alls söfnuðust 15250 krónur sem krakkarnir komu með núna í morgun og færðu Þuríði.

Þau eru ekki einu börnin en Hallgerður Hjaltadóttir og Jónas Ólafsson gáfu Þuríði um helgina innihald sparibauka sinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir