Bókaunnendur athugið!

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Bókamarkaður verður haldinn í Héraðsbókasafni Austur-Húnavatnssýslu föstudaginn 27. mars og laugardaginn 28. mars klukkan 14:00 – 17:00 báða dagana.
Mikið úrval af notuðum bókum  - skáldsögum, ævisögum,  barnabókum  o. fl.  á mjög góðu verði. Í tilkynningu frá safninu eru allir boðinir velkomnir auk þess sem safnstjóri lofar að hafa heitt á könnunni.

Héraðsbókasafn Austur-Húnavatnssýslu er staðsett að Hnjúkabyggð 30 á Blönduósi. Bókasafnið er rekið af 2 sveitarfélögum, Húnavatnshreppi og Blönduósbæ. Í bókasafninu eru skráð um 20 þúsund bindi og árlega er keypt mikið úrval af bókum og tímaritum. Einnig er boðið upp aðgang að tölvu og internetþjónustu. Aðgangur að safninu er öllum opinn. Forstöðumaður er Katharina A. Schneider.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir