Bögubelgur -ný vefsíða
Í loftið er núna komin ný vefsíða okkur til gagns og gamans. Síðan heitir Bögubelgur, en þar er hægt að senda inn sinn eigin kveðskap og lesa annarra. "Ég stend nú bara einn á bak við síðuna sjálfa, en hugmyndin varð til hjá mér og Ágústi bróður mínum einhverntímann þegar við vorum að kveðast á yfir msn" segir Teitur Þorbjörnsson.
"Okkur datt í hug hvort það væri ekki sniðugt ef að menn gætu stundað þessa gömlu list að kveðast á, á einhversskonar spjallborði. Svo þegar ég byrjaði að koma þessu á koppinn þá sá ég fyrir mér að þetta gæti einnig orðið svona upplýsingasíða fyrir þá sem væru að leita sér að þekkingu í sambandi við bragarhætti og annað sem viðkemur þessu vísnastússi" segir Teitur enn fremur og bætir við að meiningin sé sú að hver sem er geti sett inn eftir sig vísur og leyft öðrum að njóta þeirra í staðinn fyrir að yrkja bara í skúffuna.
Þetta er frábært framtak því hér í Húnaþingi vestra leynist mikið magn af fyrirtaks skáldum sem ættu að láta ljós sitt skína. Smelltu hér og skoðaðu síðuna.
Í tilefni af þessu báðum við Teit um að senda okkur fyrripart sem ykkur bíðst að botna, hann er svona:
Blessuð sólin björt og heit
burtu hrekur vetur.
Botnar skulu sendir inn fyrir 2.apríl n.k á netfang info@nordanatt.is
/Norðanátt.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.