Blönduós er í beinni

Komin er í gagnið vefmyndavél sem staðsett er á Blönduósflugvelli. Verkefnið er samstarfsverkefni Veðurstofunnar, Flugstoða og Blönduósbæjar ásamt Tölvuþjónustu Kjalfells og Húnahornsins sem lengi hafa verið áhugaaðilar um að koma upp vefmyndavél á svæðinu.

Að sögn Jónasar Sigurgeirssonar „fluggúrú“ er þetta bylting gagnvart fluginu því hægt er að sjá skýjafar í aðflugi að flugvellinum og því mikið öryggisatriði. Veðurstofan notar myndavélina til að meta skýjafar og skyggni og eru myndirnar aðgengilegar á heimasíðu Veðurstofunnar. Verkefnið var unnið að frumkvæði flugáhugamanna og hafa þeir borið
hitan og þungan af verkefninu og er þetta kærkomin viðbót fyrir þá sem vilja fylgjast með veðri og fallegu útsýni frá Blönduósflugvelli. Hægt er að komast inn á vefmyndavélina á heimasíðu Blönduósbæjar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir