Blöndufélagar til bjargar

Björgunarfélagið Blanda á Blönduósi var í gær kallað til aðstoðar vegna bíls sem  fór suður af vegi við gatnamót Þjóðvegar 1 og Skagastrandarvegar.

Hafði bíllinn flogið suður af kantinum og farið á flugi töluverða leið niður brekkuna og stöðvaðist ekki fyrr en niður í móum,um 70 metrum frá vegi. Með ólíkindum er að ekki hlutust af meiðsli á bílstjóra og farþega. Bíllinn virtist óskemmdur og gat ekið á brott eftir að hann var dreginn upp a veg. Nokkurn tíma tók að losa bílinn og  koma honum  upp brekkuna og þurfti að loka Þjóðveginum á meðan aðgerð stóð yfir. Það voru 7 menn á 2 bílum sem tóku þátt í aðgerðinni sem tók 2 tíma.
 
Um helgina verður síðan nóg að gera hjá björgunarsveitarmönnum á svæði 9, Skagaströnd, Blönduós, Hvammstangi, sett verður á svið slys en æfingin mun fara fram annað hvort á Skaga eða uppá mið hálendi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir