Blanda og Svartá til leigu frá og með sumrinu 2025

Veitt í Blöndu. MYND AF HÚNAHORNINU
Veitt í Blöndu. MYND AF HÚNAHORNINU

Húnahornið greinir frá því að laxveiðiárnar Blanda og Svartá hafi verið auglýstar til leigu frá og með sumrinu 2025. Einkahlutafélagið Starir er með vatnasvæðið á leigu í dag en núgildandi leigusamningur rennur út í haust. Því óskar Veiðifélag Blöndu og Svartár eftir tilboðum í leigu eða umboðssölu á öllum veiðirétti félagsins í laxveiðiánum frá og með sumrinu 2025 til og með 2029 með almennu útboði.

Útboðsgögnin fást afhent hjá formanni stjórnar Veiðifélags Blöndu og Svartár, Guðmundi Rúnari Halldórssyni, Finnstungu, 541 Blönduós. Hægt er að hafa samband í netfangið formadur@blanda-svarta.is eða í síma 892-6675. Útboðsgögn verða afhent gegn 10.000 kr. skilagjaldi.

Tilboðum skal skilað í lokuðum umslögum eigi síðar en kl. 15:00 á skrifstofu Húnabyggðar á Blönduósi þann 15. júní næstkomandi þar sem þau verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Veiðifélagið áskilur sér allan rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir