Björgunarvesti staðsett á höfninni
Mikið er um það að unga fólkið fari að veiða á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki og fyrir kemur að fiskur bíti á. Það eru hins vegar fáir sem vita það að björgunarvesti eru staðsett á svæðinu sem hægt er að fá lánuð svo fyllsta öryggis sé gætt.
Vestin eru staðsett í skáp á Hafnarhúsinu en þau voru gefin af Félagi slökkviliðsmanna í Skagafirði fyrir fáum árum síðan og eru öllum aðgengileg. Einungis er farið fram á að vel sé um gengið og þeim skilað aftur á sama stað. Daníel Helgason hafnarvörður segir að svo virðist sem fólk átti sig ekki á því að vestin séu þarna öllum aðgengileg og hvetur hann fólk til að nýta sér þennan kost þegar veitt er á höfninni.
Í morgun voru ungir veiðimenn úr Sumar-TÍM að renna fyrir fisk og var stemningin góð þó ekki væri kominn fiskur á land. Og að sjálfsögðu voru krakkarnir klædd í vestin góðu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.