Björguðu hesti úr sjálfheldu
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
13.06.2024
kl. 10.00
Frá björgunaraðgerðum á svæðinu. Mynd tekin af Facebook-síðu Björgunarsveitarinnar Skagfirðingarsveit
Björgunarsveitin Skagfirðingasveit fór í smá verkefni síðastliðið þriðjudagskvöld en þá hafði hesturinn Draumur komið sér í hálfgerða sjálfheldu á sandgrynningum í Héraðsvörnum. Á Facebook-síðu Björgunarsveitarinnar segir að verkefnið hafi gengið vel og Draumur komst heill á húfi heim.
Hafdís Einarsdóttir, formaður Björgunarsveitarinnar, sagði í samtali við Vísi að þrír björgunarsveitarmenn hafi labbað í rólegheitum til hestsins og ekki hafi verið þörf á því að synda, svo djúpt var vatnið ekki. Þeir voru með brauð og taum og eitthvað fleira meðferðis en hesturinn var í sjálfheldu um 300 metra frá veginum. Á þessu svæði eru grynningar og er líklegt að hesturinn hafi ekki þorað sjálfur yfir sandinn af hræðslu við að sökkva ofan í hann.
Mikið er nú gott að eiga svona flott björgunarsveitarfólk sem er alltaf til takst þegar á þarf að halda.
Takk fyrir ykkar störf.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.