Bjóða al íslenskan disk
feykir.is
Skagafjörður
05.07.2010
kl. 11.51
Ferðaþjónustan Lónkoti mun um helgar í sumar bjóða gestum sínum upp á íslenskan disk sem samanstendur af girnilegum íslenskum mat en þar má nefna, hangikjöt, pressuð svið, marineruð síld og plokkfisk.
En þessu fylgir rúgbrauð, kartöflur og rófustappa. Desertinn er í takt við diskinn og er hann breytilegur t.d. pönnukaka, ávaxtagrautur, rabarbaragrautur með rjóma, terta með rabarbara eða bláberjum og rjóma.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.