Bjarni fagnar komu Ögmundar
Feykir.is hafði samband við Bjarna Jónsson, sveitarstjórnarmann vg í Skagafirði og spurði hann frétta af ferð Ögmundar Jónassonar í Skagafjröðinn í dag.
Bjarni kvaðst fagna því að Ögmundur væri að koma norður enda væri mikil ólga í heimamönnum vegna fyrirhugaðrar sameiningar. -Ögmundur hefur verið mjög gagnrýninn á ýmislegt í þeim skipulagsbreytingum sem Guðlaugur Þór fyrv. heilbrigðisráðherra tók ákvarðanir um, ekki síst varðandi breytingarnar hér í Skagafirði. Ég bind góðar væntingar við að ákvörðun um að leggja Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki undir Akureyri verði snúið við, en sú ákvörðun átti að koma til framkvæmda 1. mars næstkomandi," segir Bjarni í samtali við Feykir.is
Með Ögmundi í för í dag er einning Þuríður Backman formaður heilbrigðisnefndar alþingis.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.