Bjarki Már þjálfar Tindastól áfram

Bjarki Már Árnason mun halda áfram sem þjálfari Tindastóls í knattspyrnu en hann tók við þjálfuninni eftir að Róbert Haraldsson sagði starfi sínu lausu í haust.

Tindastóll hefur verið að skoða sig um í þjálfaramálum og rætt við nokkra aðila og m.a. Sævar Pétursson nýráðinn íþróttafulltrúa hjá sveitarfélaginu. Fundur var í kvöld hjá knattspyrnudeildinni og á heimasíðu Tindastóls segir að  Sævar treystir sér ekki til að taka við þjálfun m.fl. að svo stöddu sökum þeirra verkefna sem framundan eru hjá honum fyrir sveitarfélagið. Bjarki mun því halda áfram sem þjálfari m.fl. karla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir