Barokk- og Hólahátíð
Hólahátið og Barokkhátíð ætla að stilla saman strengi sína í ár. Þess verður minnst að 350 ár eru liðin frá fyrstu útgáfu Passíusálmanna á Hólum árið 1666. Af því tilefni opnaði sýning á völdum útgáfum passíusálmanna í Auðunarstofu á Hólum þann 1. ágúst s.l. og stendur hún enn.
Barokk- og Hólahátíðin hefst kl. 20:00 föstudagskvöldið 12. ágúst með barokktónleikum í Hóladómkirkju. Laugardaginn 13. ágúst verður pílagrímaganga eftir Hallgrímsveginum frá Gröf á Höfðaströnd heim að Hólum. Lagt verður af stað frá Gröf kl. 10:00 f.h. Lesnir verða passíusálmar á leiðinni. Að göngu lokinn verður hægt að fara í sund og borða góðan mat Undir Byrðunni.
Sunnudaginn 14.00 ágúst verður hátíðarmessa í Hóladómkirkju kl. 14:00. Barokkhljómsveit Hólastiftis leikur. Sr. Hildur Eir Bolldóttir prestur í Akureyrarkirkju predikar. Veislukaffi verður í Hólaskóla eftir messu. Kl. 16:30 verður hátíðasamkoma í Hóladómkirkju. Barokksveit Hólastiftis leikur. Ræðumaður Hr. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Þá mun vígslubiskup sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir flytja ávarp.
Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.