Bæta á börnum á Furukot og Glaðheima

Leikskólastjórar á leikskólunum Glaðheimum og Furukoti á Sauðárkróki lögðu á síðasta fund Fræðsluráðs Skagafjarðar fram tillögur sínar að lausn á biðlistum við leikskólana á Sauðárkróki.

Samkvæmt tillögum leikskólastjóranna er gert ráð fyrir að börnum verði fjölgað á þessum leikskólum um sem nemur einni deild. Til þess að svo megi verða þarf að ráðast í ýmsar breytingar og fjárfestingar. Gert var ráð fyrir þessu á fjárhagsáætlun ársins 2009.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir