Axel Kárason í lokahópnum fyrir Eurobasket 2015
Körfuknattleikssamband Íslands tilkynnti í hádeginu í dag lokahópinn sem fer á Evrópumótið í Berlín í byrjun næsta mánaðar. Hvert landslið má aðeins hafa með sér tólf leikmenn og stóðu fimmtán eftir í íslenska hópnum fyrr í dag. Á listanum er Skagfirðingurinn Axel Kárason sem leikur með Svendborg Rabbits í Danmörku.
Það var Craig Pedersen þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta sem tilkynnti lokahópinn sem fer á Evrópumótið í Berlín í byrjun næsta mánaðar en Ísland er í gríðarlega sterkum riðli á EM og mætir þar Þýskalandi, Spáni, Tyrklandi, Ítalíu og Serbíu. Allir leikir Íslands á EM verða sýndir beint á RÚV og á RÚV HD.
Landsliðshópur Íslands á EM:
# Nafn - Staða - F.ár - Hæð - Félagslið (Land) · Landsleikir
3 Martin Hermannsson Bakvörður 1994 193 cm LIU University (USA) · 27
4 Axel Kárason Framherji 1983 192 cm Svendborg (DEN) · 41
5 Ragnar Ágúst Nathanaelsson Miðherji 1991 218 cm Þór Þórlakshofn (ISL) · 27
6 Jakob Örn Sigurðarson Bakvörður 1982 190 cm Boras Basket (SWE) · 75
8 Hlynur Bæringsson Miðherji 1982 200 cm Sundsvall Dragons (SWE) · 87
9 Jón Arnór Stefánsson Skotbakvörður 1982 196 cm Unicaja Malaga (ESP) · 74
10 Helgi Már Magnússon Framherji 1982 197 cm KR (ISL) · 87
13 Hörður Axel Vilhjálmsson Bakvörður 1988 194 cm Trikala (GRE) · 40
14 Logi Gunnarsson Skotbakvörður 1981 192 cm Njarðvík (ISL) · 113
15 Pavel Ermolinskij Bakvörður 1987 202 cm KR (ISL) · 49
24 Haukur Helgi Pálsson Framherji 1992 198 cm LF Basket (SWE) · 32
29 Ægir Þór Steinarsson Bakvörður 1991 182 cm Sundsvall Dragons (SWE) · 24
Þjálfari: Craig Arni Pedersen
Aðstoðarþjálfarar: Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson
Leikjaplanið fyrir mótið í Póllandi (íslenskur tími)
28. ágúst 18:00 · Pólland-Ísland
29. ágúst 15:30 · Ísland-Líbanon
30. ágúst 13:30 · Ísland-Belgía
Landsliðið heldur til Berlínar þann 31. ágúst og kemur sér fyrir og verður við æfingar fram að móti.
Leikjaplan Íslands á EuroBasket 2015 (íslenskur tími)
05. september 13:00 · Þýskaland-Ísland
06. september 16:00 · Ísland-Ítalía
08. september 13:30 · Ísland-Serbía
09. september 19:00 · Ísland-Spánn
10. september 19:00 · Ísland-Tyrkland
Heimildir: KKI.is og Rúv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.