Aurskriða féll í Svartárdal

MYND AF RUV.IS
MYND AF RUV.IS

Aurskriða féll á Svartárdalsveg í Húnavatnssýslu í dag og hefur lokað veginum. Guðmundur Guðbrandsson, bóndi á Bergsstöðum sagði í samtali við  ruv.is, að skriðan hefði haft töluverð áhrif. Vegurinn hafi rofnað og að sveitin fyrir innan sé svo gott sem lokuð. Hægt sé að aka heiðina en hún sé varla fólksbílafær. Þá sé ekki vitað hvort kindur hafi orðið undir skriðunni.

Guðmundur segir að rignt hafi óhemju mikið undanfarnar vikur og mánuði.

Jón Kristinn Helgason, sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofunnar, segir að skriðan sé sæmilega efnismikil. Fallhæðin hafi ekki mikil en að skriðan hafi dreift býsna vel úr sér. Hún hafi því líklega fallið á nokkuð miklum hraða. Vegagerðin er á leiðinni á svæðið til þess að hreinsa svæðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir