Auglýsing um stöðu sveitarstjóra ekki rædd innan stjórnsýslunnar
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar í Skagafirði segir að ákvörðun um að auglýsa stöðu sveitarstjóra hjá Svf. Skagafirði hafi ekki farið fyrir byggðaráð og hefur ekki verið rædd formlega innan stjórnsýslunnar, þetta sé ákvörðun sem meirihlutinn tekur án þess að fjalla um hana innan stjórnkerfisins.
-Meirihlutinn hefur ekki upplýst minnihlutann um stöðu mála og varist frétta þegar um er spurt. Byggðaráðsfundi sem vera átti í morgun var frestað vegna þess að engin mikilvæg mál lágu fyrir, það að taka ákvörðun um að auglýsa stöðu sveitarstjóra lausa til umsóknar telst því að mati meirihlutans ekki vera mikilvægt mál eða mál sem þarfnast umfjöllunar og formlegrar ákvörðunar í byggðaráði sem fer með umboð sveitarstjórnar í sumarfrí þess, segir Gréta Sjöfn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.