Auðunn Blöndal tapsár við pókerborðið
Vísir segir frá því að eðla Skagfirðingurinn Auðunn Blöndal fékk vægt kast er hann tapaði hönd á alþjóðlegu pókermóti. . „Já, hann fékk brjálæðiskast. Tjúllaðist. Þeir sem þekkja Auðun Blöndal vita að þarna er skap," segir Egill „Störe" Einarsson, fyrirliði pókerlandsliðs Íslands í samtali við Vísi.
Vísir segir að tíu manna hópur Íslendinga fór nýverið til Portúgal á vegum Betsson veðmálafyrirtækis til að taka þátt í alþjóðlegu pókermóti og kom heim í gær. Störe segir ferðina hafa verið stórkostlega í alla staði og einn Íslendinganna, Þorkell Þórðarson, náði 30. sæti en alls tóku 400 spilarar þátt í mótinu. En okkar menn voru reyndar óheppnir, einkum fyrirliðinn sjálfur og svo Auðunn.
„Þremur mínútum áður en fyrsti dagurinn var búinn er Auddi með slatta af spilapeningum. Hann er með ás og gosa á hendi og í borðið koma tveir gosar og þristur. Auðunn með þrennu. Einn kallar, sem er með tvær drottningar. Og síðasta spilið sem kom upp var drottning. Hann var óheppnastur af öllum. Tapsár en ég faðmaði strákinn og reif hann upp. Alvöruíþróttamenn láta ekki svona tap rífa sig niður."
Sjálfur var Störe óheppinn. Fór inn með samlitan ás og kóng þegar fyrsta deginum var að ljúka. Þá eftir tólf tíma setu og rassinn orðinn aumur. „Ótrúlegt. Það var einhver ógeðslegur Dani sem var með ás og gosa og eini sénsinn hans var að það kæmi gosi og hann kom. Ég gaf honum olnbogaskot en var ekkert að æsa mig. Ef það væri engin heppni þá myndi Störe vinna alltaf. Og hvað er gaman að því?" segir Egill Einarsson.
Störe ætlar að setja ferðasöguna inn á síðu sína gillz.is fljótlega.Hann segir að allir Íslendingarnir hafi þurft að þola glósur vegna efnahagsástandsins en þeir hafi látið sér fátt um finnast. Og þótt þeir hafi einn af öðrum dottið út var hægt að fara upp og spila við forríka karla, sem ekkert kunnu, upp á alvöru peninga.
„Við landsliðsmennirnir komum út í plús. Það var eins og að taka
Fréttina má sjá hér
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.