Ástin, drekinn og dauðinn

Vilborg Davíðsdóttir áritar bók sína, Ástin, drekinn og dauðinn. Mynd: KSE
Vilborg Davíðsdóttir áritar bók sína, Ástin, drekinn og dauðinn. Mynd: KSE

Í tilefni af Bleikum október þetta árið leiddu Sauðárkrókskirkja og Krabbameinsfélag Skagafjarðar saman hesta sína og stóðu fyrir fyrirlestri í Sauðárkrókskirkju í gærkvöldi.

Það var rithöfundurinn Vilborg Davíðsdóttir sem kom i heimsókn og sagði frá bók sinni Ástin, drekinn og dauðinn, sem fjallar um lífsreynslu hennar og eiginmanns hennar, en hann lést úr krabbameini fyrir fáeinum árum. Það var vel mætt í kirkjuna og góður rómur gerður að einlægri frásögn Vilborgar. Eftir fyrirlesturinn áritaði Vilborg bók sína, sem kom út á síðasta ári og hlaut góðar viðtökur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir