Ásmundur Einar Daðason býður sig fram fyrir VG

Ásmundur Einar Daðason

Ég hef ákveðið að gefa kost á sér 2.-4. sæti á framboðslista VG í Norðvesturkjördæmi vegna alþingiskosninganna vorið 2009. Ég er 27 ára gamall bóndi og búfræðikandídat. Ég er búsettur á Lambeyrum í Dalasýslu.

 

 

Ég lauk búfræðinámi frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri árið 2002 og B.Sc. í almennum búvísindum frá Landbúnaðarháskóla Íslands árið 2007. Ég er alinn upp á Lambeyrum í Dalasýslu og starfaði ég þar við sauðfjárbúskap, ásamt föður mínum, samhliða námi. Eftir að námi lauk fluttist ég ásamt sambýliskonu minni að Lambeyrum þar sem ég hef starfað sem bóndi. Samhliða búrekstrinum hef ég unnið að uppbyggingu á fyrirtæki sem flytur inn og selur ýmsar sérhæfðar vörur fyrir landbúnað.

 

Ég hef alla tíð verið virkur í félagsmálum og gekk í raðir VG árið 2000 en frá þeim tíma hef ég gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Ég hef gegnt formennsku félags VG í Dölum og Reykhólasveit og er í dag fyrsti varamaður VG í sveitarstjórn Dalabyggðar. Ég var einn tveggja kosningastjóra VG í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar vorið 2007 og skipaði einnig 4 sæti á framboðslista flokksins.

 

Ég gef kost á mér í framboð fyrir vinstri græn af því að ég vil taka þátt í því að móta framtíð sem byggir á jafnrétti óháð búsetu, kyni og efnahag. Í ljósi þess efnahagsástands sem er í samfélaginu þá hefur aldrei verið mikilvægara að forgangsraða verkefnum. Landbúnaður, úrvinnsla landbúnaðarafurða og afleidd störf eru að mínu mati eitt af lykilatriðum kjördæmisins og því er mikilvægt að þessum þáttum sé búin örugg umgjörð. Ég legg mikla áherslu á jafnrétti þegar kemur að samgöngum og fjarskiptum fyrir hinar dreifðu byggðir. Það er mjög mikilvægt að þau svæði á landsbyggðinni sem ekki nutu þess góðæris sem verið hefur verði ekki látinn blæða vegna fyrirliggjandi niðurskurðar á hinum ýmsu sviðum.

Sambýliskona mín heitir Sunna Birna Helgadóttir og eigum við tvær dætur sem heita Aðalheiður Ella, (2 ára) og Júlía Hlín (6 mánaða).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir