Árshátíðir tveggja skóla í dag
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
30.11.2017
kl. 14.30
Árshátíð yngra stigs Varmahlíðarskóla, sem frestað var vegna veðurs fyrir viku, verður haldin í dag kl. 16:30 í Menningarhúsinu Miðgarði. 1. og 2. bekkur ætla að sýna íþróttaálfasprell en nemendur 3.-6. bekkjar munu gefa áhorfendum innsýn í Ævintýralandið þar sem gömlu, góðu ævintýrin verða fléttuð saman á óvæntan hátt. Að lokinni sýningu verða kaffiveitingar í Miðgarði. Höfundur Ævintýralandsins er Ásthildur Cesil Þórðardóttir.
Höfðaskóli á Skagaströnd heldur einnig árshátíð sína í dag. Skemmtunin verður haldin í Fellsborg og hefst hún kl. 18:00. Þar verða fjölbreytt skemmtiatriði á dagskránni að hætti skólans og kaffihlaðborð að skemmtun lokinni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.