Arnar með 616 tonn af fiski úr sjó
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla
06.04.2024
kl. 13.41
Í frétt á 200 mílum mbl.is segir að Arnar HU, togari FISK Seafood, hafi lagst við bryggju á Sauðárkróki sl. þriðjudagskvöld hafði hannn lokið rúmlega þriggja vikna túr og var aflaverðmætið um 238 milljónir króna.
Heildarmagn afla um borð var um 616 tonn af fiski úr sjó, hafa 200 mílur eftir frétt á vef Fisk Seafood. Þar af voru um 231 tonn af ýsu, 149 tonn af ufsa, 103 tonn af gullkarfa, 100 tonn af þorski og minna í öðrum tegundum.
Túrinn hófst að kvöldi 8. mars og stóð því í 25 daga og skilaði því um 9,25 milljónum króna á sólarhring að meðaltali.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.