Arnar, Málmey og Drangey landa á Króknum

Arnar HU1 í höfn á Sauðárkróki og nei, myndin er ekki frá deginum í dag. MYND: FISK.IS
Arnar HU1 í höfn á Sauðárkróki og nei, myndin er ekki frá deginum í dag. MYND: FISK.IS

Á vef Fisk Seafood segir af því að frystitogarinn Arnar HU1 sé á leið til hafnar á Sauðárkróki en aflinn um borð samsvarar um 858 tonnum upp úr sjó. Þar af um 736 tonnum af þorski en aflaverðmæti er um 465 milljónir.

Haft er eftir Guðjóni Guðjónssyni, skipstjóra, að veiðarnar hafi verið svona upp og ofan þegar hann er spurðu um túrinn.„Við fórum af stað 9. febrúar. Við vorum á veiðum í Barentshafi, norður af Noregi. Veðrið var ágætt miðað við veðrið á Íslandsmiðum undanfarna fimm vikur,“ sagði Guðjón. Fram kemur að landað verður 17.141 kassa.

Þá kom Málmey SK1 til hafnar á Sauðárkróki nú í vikunni en heildarmagn afla um borð var um 150 tonn og uppistaða aflans þorskur og ufsi. „Við vorum fjóra sólarhringa á veiðum og vorum á Eldeyjarbanka, Jökuldýpi og Reykjafjarðarál. Veiðarnar gengu þokkalega vel. Veðrið hefur verið frekar leiðinlegt, 15-22 m/s allan túrinn,“ sagði Þórarinn Hlöðversson, skipstjóri, í samtali við síðu Fisk Seafood.

Einnig segir frá því að Drangey SK2 hafi landað 218 tonnum af blönduðum afla á Sauðárkróki í byrjun vikunnar. Uppistaðan var þorskur og steinbítur. Drangey var meðal annars á veiðum á Látragrunni.

Heimild: fisk.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir