Árlegt þorrablót Kvenfélagsins Vöku n.k. laugardag

Hið árlega þorrablót Kvenfélagsins Vöku verður haldið í Félagsheimilinu á Blönduósi laugardaginn 24. janúar n.k. Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst stundvíslega kl. 20:30. Hljómsveitin Dresscode, með Idolstjörnuna Davíð Smára innanborðs, heldur uppi stuði og stemmningu fyrir alla aldurshópa fram á rauða nótt.

Skemmtiatriði að hætti hússins í umsjá „leikfélaga kvenfélagsins“. Miðasala verður í  Félagsheimilinu fimmtudaginn 22. janúar frá kl. 18:00 til 19:30. Miðaverð kr. 5.000 nema fyrir elli- og örorkulífeyrisþega ásamt unglingum fæddum 1993 kr. 4.000.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir