Árekstur í Blönduhlíð í gær
feykir.is
Skagafjörður
09.08.2010
kl. 08.27
Þriggja bíla árekstur varð í Blönduhlíð í Skagafirði við bæinn Bólu rétt fyrir klukkan tvö í gær. Þjóðvegurinn lokaðist af þeim sökum í nokkurn tíma.
Enginn slasaðist alvarlega en sex manns voru fluttir á sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Að sögn lögreglunnar varð slysið með þeim hætti að ökumaður bíls hægir á honum til að beygja útaf þjóðvegi 1 og bílstjórar sem á eftir koma átta sig ekki á með þeim afleiðingum að þeir lenda í keðjuverkandi aftanákeyrslu. Telur lögregla að of stutt hafi verið milli bíla.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.