Annað "Pöbb Quiz"kvöldið á Pottinum og Pönnunni
Á morgun fer fram annað „Pöbb Quiz“ kvöldið á Pottinum og Pönnunni á Blönduósi. Þetta er létt og skemmtileg spurningakeppni sem hefur verið vinsæl víða. Á Húna.is er höfundur spurninganna Kristján Blöndal, spurður út í reglur keppninnar.
-Þetta gengur þannig fyrir sig að fólk parar sig saman, annað hvort fyrirfram eða á staðnum og myndar 2ja manna lið. Spurningarnar eru birtar á vegg með skjávarpa og hvert lið skrifar sitt svar á þar til gert svarblað. Spurningarnar eru 30 talsins og 1-2 þeirra eru bjórspurningar og þeir sem svara þeirri spurningu rétt fá bjórglas á barnum, svarið við bjórspurningunni er gefið strax svo þyrstir keppendur þurfi ekki að bíða.
Í lok keppninnar er svarblöðum liðanna víxlað og sameiginlega farið yfir svörin. Sigurvegarinn fær að verðlaunum ölkassa. Spurningarnar eru við allra hæfi og skiptast m.a. á milli tónlistar, kvikmynda, íþrótta, landafræði innanlands og utan, nýlegra frétta, pólitíkur og fleira. Kiddi vill hvetja sem flesta til að mæta en síðast mættu um 30 manns og myndaðist skemmtileg stemmning í salnum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.