Anna Karlsdóttir 101 árs í dag
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
23.02.2009
kl. 20.08
Anna Karlsdóttir vistmaður á HSB er 101 árs í dag 23. febrúar. Anna fæddist að Þórormstungu í Vatnsdal og ólst upp hjá foreldrum sínum að Gunnfríðarstöðum í Svínavatnshreppi. Anna er ern og hress, þrátt fyrir aldurinn, stálminnug, sér alfarið um sig sjálf og fer allra sinna ferða. Feykir.is óskar Önnu til hamingju með daginn.
heimild: HSB.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.