Aníka Linda gengur til liðs við Tindastól

Grafík: Halldór Halldórsson
Grafík: Halldór Halldórsson
Körfuknattleiksdeild Tindastóls heldur áfram að styrkja kvennaliðið og hefur nú samið við Aníku Lindu Hjálmarsdóttur sem kemur til Tindastóls frá ÍR.
 
Aníka hóf ferilinn með Fjölni en hefur seinustu fjögur tímabil leikið með ÍR. Á síðasta tímabili lék hún í efstu deild þar sem ÍR féll, en þar skilaði hún m.a. 7.5 stigum og 6 fráköstum að meðaltali í lék.
 
Helgi Freyr þjálfari segist mjög spenntur fyrir komu Aníku til félagsins. ,,Aníka er flottur leikmaður sem mun efla liðsheildina. Hún kemur með góða vídd í liðið og reynslu úr Subway-deildinni þar sem hún hefur sýnt að hún getur spilað á meðal þeirra bestu.“
 
Aníka er boðin hjartanlega velkomin norður og við hlökkum til að sjá hana í Síkinu á komandi tímabili.
 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir