Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar.
Árið 2009 er alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar. Í tilefni af því auglýsir Fjölbrautarskólinn og hvetur nemendur til að taka þátt í norrænni ritgerðarsamkeppni með viðfangsefni í stjörnufræði að eigin vali.
Í hverju Norðurlandanna um sig velur sérstök dómnefnd einn sigurvegara og munu norrænir sigurvegarar ferðast saman til La Palma á Kanaríeyjum í október eða nóvember 2009. Í íslenska hluta keppninnar verða einnig veitt vegleg verðlaun fyrir annað sætið, vandaður stjörnusjónauki.
Ritgerðin á að vera minna en 3000 orð og henni á að skila í síðasta lagi 1. maí 2009.
Reglur: Viðfangsefnið á að vera stjarnvísindalegt. Þig hefur kannski lengi dreymt um að beina risastórum sjónauka að einhverju fyrirbæri himingeimsins, hugsanlega svartholi, fjarlægri reikistjörnu, eða dularfullri gasþoku þar sem nýjar stjörnur eru í fæðingu? Þá lýsir þú hvað þú vilt gera og hvernig. En þú getur líka látið gamminn geisa um stjörnufræði og alheiminn í víðu samhengi eða á skáldlegri hátt. Aðalatriðið er að þú komir þínum hugmyndum á framfæri.
Keppnin er opin öllum nemendum á framhaldsskólastigi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.