Alltaf gaman á skíðum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Ljósmyndavefur, Vestur-Húnavatnssýsla
11.04.2009
kl. 18.29
Mikið hefur verið í boði í Tindastól í páskafríinu fram að þessu. Viggó Jónsson staðarhaldari á skíðasvæðinu í Tindastól segir að mikill fjöldi fólks hafi skemmt sér á skíðum og líklegt að um þúsund manns hafi heimsótt skíðasvæðið þessa vikuna.
Veðrið hefur verið gott þó var smá belgingur í dag eins og Viggó orðaði það. –En það eru allir með bros á vör hérna, segir Viggó og vill minna á að á morgun verður sérlega skemmtilegur dagur í fjallinu.
Dagskrána er hægt að nálgast HÉR
Fyrr í vetur voru vetrarleikar haldnir í Stólnum og þær skemmtilegu myndir sem hér birtast tók Jakob Frímann Þorsteinsson.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.