Allir á dómaranámskeið í frjálsíþróttum

Frjálsíþróttaráð UMSS leitar nú að fólki sem er tilbúið að leggja sitt af mörkum á Unglingalandsmóti um Verslunarmannahelgina í sumar.

Frjálsíþróttakeppnin á mótinu er geysistór.   Ætla má að nálægt 100 starfsmenn þurfi við framkvæmd hennar.

Að sögn Gunnars Sigurðssonar frjálsíþróttaþjálfara vill UMSS að sjálfsögðu standa vel að mótshaldinu og verður því boðið uppá starfsmannanámskeið með Birgi Guðjónssyni, formanni tækninefndar FRÍ,  á sunnudaginn 19. apríl í Fjölbrautaskólanum.  Byrjað verður  klukkan 11.00 og endað uppúr kl 17.00. 

-Oft var þörf en nú er nauðsyn – ég vil hvetja alla sem geta að koma og taka þátt í skemmtilegu og krefjandi verkefni, segir Gunnar.

Þeir sem hafa áhuga eru vinsamlega beðnir að skrá sig á umss@simnet.is eða til Elmars frkv.stjóra UMSS í síma 453 5460 fyrir kl 18.00 á föstudag. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir