Álftgerðisbræður með styrktartónleika

3. flokkur kvenna

Stúlkurnar í 3. flokki kvenna í knattspyrnunni hjá Tindastól stefna á utanför í sumar til að taka þátt í knattspyrnumóti. Til að eiga fyrir kostnaði hafa þær stúlkur staðið fyrir allskyns fjáröflunum í vetur. Nú á sunnudaginn á hins vegar að ráðist í það verkefni að halda tónleika og m.a. koma þar fram Álftagerðisbræður og einnig ætla stúlkurnar að syngja við undirleik Rögnvaldar Valbergssonar.

 

 

Það voru hæg heimatökin hjá stúlkunum að fá þessa frábæru tónlistarmenn til liðs við sig því Rögnvaldur og Pétur Álftagerðisbróðir eiga afastelpur í hópnum. Rögvaldur hefur verið að æfa stúlkurnar en þær ætla að syngja lögin Undir regnboganum sem Ingó veðurguð söng í undankeppni Evróvision í vetur og lagið Lífsgleði sem Álftagerðisbræður sungu einu sinni.

–Þórunn dóttir mín kom og nefndi þetta við mig og svo kom Aðalbjörg Sigfúsar og skipaði mér að gera þetta og ég þorði ekki annað en að hlýða, segir Rögnvaldur kíminn.

–Það er gaman hjálpa örlítið til, segir Pétur og telur það ekki vera nógu gróðavænlegt fyir stelpurnar að selja eingöngu klósettpappír. -Það þyrfti þá að koma upp salmonella til að græða eitthvað á því. Hvort það hafi verið erfitt að fá þá bræður til að taka þátt segir Pétur það ekki hafa verið. –Þeir brugðust vel við enda höfum við gert þetta áður. Óskar bróðir stóð í þessu sama með strákinn sinn á Akureyri. Þá sungum við fyrir hann, segir Pétur og telur að það hafi heldur ekki skemmt fyrir að afastelpan hans heldur með Man. Utd.

Tónleikarnir fara fram á sunnudaginn 22. mars í sal Fjölbrautarskólans og hefjast kl. 16.00

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir