Áhugaverð störf á Norðurlandi vestra
Á vef Vinnumálastofnunar er bent á áhugaverð störf sem eru laus til umsóknar á Norðurlandi vestra. Þessar auglýsingar eru teknar upp úr ýmsum blöðum til að auðvelda þeim sem eru að leita sér að vinnu að hafa yfirsýn yfir þau störf sem auglýst eru.
Hér er sýnishorn.
Hótel Varmahlíð auglýsir eftir starfsfólki næsta sumar . Um fjölbreytt störf er að ræða.
Ungmennafélag Íslands óskar eftir að ráða verkefnastjóra til að vinna að undirbúningi og framkvæmd 12. Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið verður á Sauðárkróki 31. júlí -2. ágúst 2009.
Vinnumálastofnun leitar eftir starfsmanni til að sinna símsvörun og almennum skrifstofustörfum.
Sýslumaðurinn á Blönduósi óskar eftir að ráða löglærðan einstakling á skrifstofu embættisins. Um er að ræða tímabundna ráðningu til næstu áramóta. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem næst 15.apríl n.k.
Mjólkursamsalan óskar eftir að ráða mjólkurbílstjóra í hlutastarf sem fyrst, staðsetning Blönduós eða nágrenni.
Verslunarminjasafnið BARDÚSA- Hvammstanga leitar að sumarstarfsmanni til að starfa í galleríinu og á safninu.
Vélvirkjar eða vélsmiðir óskast til starfa hjá Vélaverkstæði Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki. Verkstæðið starfar í vel tækjavæddu húsnæði og sinnir fjölbreyttum verkefnum við nýsmíðar og þjónustu.
Rekstur tjaldsvæðis í Kirkjuhvammi - Húnaþing vestra auglýsir til leigu rekstur tjaldsvæðisins í Kirkjuhvammi.
Volare ehf. sem er rótgróið fyrirtæki í sölu á húð-hár og heilsuvörum leitar eftir sjálfstæðum sölufulltrúum.
Lax-á leitar að jákvæðum, nákvæmum og skipulögðum starfskrafti til að hjálpa til á skrifstofunni í sumar.
Hótel Edda, Laugarbakka vantar tvo starfsmenn næstkomandi sumar. Viðkomandi þarf að vera orðinn 18 ára, duglegur, hress, reglusamur og þjónustulipur.
Lyfja leitar að metnaðarfullum og skipulögðum starfsmanni til að hafa umsjón með lyfjaútibúi Lyfju á Skagaströnd.
Nánari upplýsinga er hægt að nálgast HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.