Áhrifa Sauðárkrókshrossanna gætir víða.

Feðgarnir Sveinn Guðmundsson og Guðmundur Sveinsson

Ráðstefna Sögusetursins íslenska hestsins um Sauðárkrókshrossin var í senn bæði fróðleg og skemmtileg. Á annað hundrað manns sóttu ráðstefnuna sem haldin var á Sauðárkróki sl. laugardag.

 

 

 

Framsögumönnum tókst að varpa skýru ljósi á Sauðárkrókshrossin, áhrif þeirra á íslenska hrossastofninn og það frumkvöðlastarf sem Sveinn Guðmundsson hóf um miðbik 20. aldar. Fram kom að tæplega 90% allra íslenskra folalda sem fæðast hérlendis og erlendis eiga ættir að rekja til Síðu frá Sauðárkróki sem var fædd 1952. Tölfræðin hefur óumdeilanlega leitt í ljós að hún er mesta ættmóðir íslenska hrossastofnsins og er erfðahlutdeild hennar í stofninum í dag 6,6%. Óhætt er að segja að brautryðjendastarf Sveins Guðmundssonar og framlag hans til íslenskrar hrossaræktar geri hann að fremsta hrossaræktenda fyrr og síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir