Afmælishátíð FNV var haldin á Sal Bóknámshúss síðastliðinn laugardag
Laugardaginn 24. október fór fram hátíðardagskrá á Sal Bóknámshúss skólans. Skólameistari setti hátíðina og flutti tölu þar sem hann greindi m.a. frá sögu uppbyggingar skólans og helstu kennileitum á vegferð hans í 30 ár, en Jón hefur haldið um stjórnvölinn frá stofnun skólans árið 1979.
Aðrir ræðumenn voru þau Séra Gísli Gunnarsson, formaður skólanefndar, Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Valgerður Gunnarsdóttir, formaður Skólameistarafélags Íslands og Samstarfsnefndar framhaldsskóla á Norðurlandi og Ársæll Guðmundsson skólameistari Menntaskólans í Borgarfirði. Þá kvaddi Frosti Frostason sér hljóðs og færði skólanum gjöf frá Rafiðnaðarsambandi Íslands.
Skólanum bárust veglegar gjafir í tilefni dagsins, frábær tónlistaratriði settu svip sinn á dagskrána en að henni lokinni gafst samkomugestum kostur á að þiggja veitingar og skoða húsakynni skólans, bæði í bóknámshúsi og verknámi en þar standa nú yfir framkvæmdir við nýbyggingu.
Sjá nánar á heimasíðu FNV og hér fylgir líka góður slöttungur af ljósmyndum sem Pétur Ingi tók á afmælishátiðinni síðastliðinn laugardag en þar gefur meðal annars að líta fyrrum kennara við skólann og marga góða gesti ásamt starfsfólki skólans.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.