Afhentu Ívari Elí 110 þúsund krónur úr bekkjarsjóði

Alexandra Ósk og Róbert Smári heimsóttu Ívar Elí og afhentu honum framlag úr bekkjarsjóði 10. bekkjar Árskóla. Mynd: Árskóli
Alexandra Ósk og Róbert Smári heimsóttu Ívar Elí og afhentu honum framlag úr bekkjarsjóði 10. bekkjar Árskóla. Mynd: Árskóli

Formenn 10. bekkjar í Árskóla á Sauðárkróki, Róbert Smári Gunnarsson og Alexandra Ósk Guðjónsdóttir afhentu nýlega Ívari Elí Sigurjónssyni, fimm ára flogaveikum dreng á Sauðárkróki, 110 þúsund krónur úr bekkjarsjóði 10. bekkjar. Eins og Feykir hefur greint frá glímir hefur Ívar Elí í nærri tvö ár glímt við alvarlega flogaveiki og þarf á næstunni að fara til Boston til rannsókna og lækninga.

„Eftir við fréttum af veikindum hans og í rauninni vissum af för hans til Boston, og eftir að Hard Wok hafði gert gott kvöld og safnað hátt í milljón vildum við gefa aðeins af okkur. Við höfum safnað miklum peningum og eigum meira en nóg til að fara í ferðalagið okkar og fannst rétt að gefa af okkur,“ sögðu Róbert og Alexandra í samtali við Feyki. „Bæjarbúar hafa verið ofboðslega velviljaðir í þessu öllu saman og því sjálfsagt að við í 10. bekk sýndum okkar stuðning.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir