Ærslabelgur risinn á Skagaströnd

Hoppandi glaðir krakkar/Mynd:www.skagastrond.is
Hoppandi glaðir krakkar/Mynd:www.skagastrond.is

Svokallaður „Ærslabelgur“ er risinn á Skagaströnd en um er að ræða uppblásið leiktæki sem er um 100. fermetrar að flatarmáli. Sagt er frá þessu á vefsíðu Skagastrandar.

Ærslabelgurinn var settur niður á Hólanesi, rétt við gamla húsið Árnes og í nágrenni við Kaffi Bjarmanes og veitingahúsið Borgin.

Samkvæmt vefsíðunni er ærslabelgurinn blásinn upp kl. 10 á morgnanna og tæmdur kl. 22 á kvöldin. Verður belgurinn blásinn upp fram á haust en verður þá settur í geymslu þar til vorar á ný. Belgurinn er opinn öllum og ekki önnur skilyrði sett fyrir notkun hans en að fólk sem hyggst nota hann fari úr skóm og gangi snyrtilega um svæðið.

Það er Sveitarfélagið Skagaströnd sem lét setja belginn upp og annast rekstur hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir