Æsispennandi keppniskvöld hjá Skagfirðingum

Glaumbær í Skagafirði. Mynd: KSE.
Glaumbær í Skagafirði. Mynd: KSE.

Skagfirðingar hafa setið límdir við sjónvarpsskjái sína í kvöld, það er þeir sem ekki voru í beinni útsendingu að fylgjast með körfubolta, leitinni að bestu röddinni eða æsispennandi spurningakeppni. Þó ekki yrðu skagfirskir sigrar á neinum þessarra vígstöðva stóðu fulltrúar héraðsins sig með stakri prýði og buðu upp á spennandi keppni, hver á sínu sviði.

Körfuboltalið Tindastóls atti kappi við KR í DHL Höllinni, sem endaði 80-76 fyrir KR ingum, eftir framlengingu, en leikurinn var sýndur í beinni útsendingu Stöð2 sport. Þá mættu Skagfirðingar Fljótsdalshéraði í spurningaþættinum Útsvari á RÚV og endaði sú viðureign 69-73, en Skagfirðingar voru einu stigi yfir áður en Fljótsdalshérað nældi sér í fimm stig í lokaspurningunni. Í fyrri umferð kvöldsins í The Voice Ísland á Skjá einum datt Sigvaldi Helgi Gunnarsson úr keppni eftir frábært ferðalag í þáttunum, en Ellert Heiðar Jóhannsson mætti Vestfirðingnum Hirti Traustasyni sem eftir viðureign þeirra Ellerts sigraði keppnina um bestu röddina.

Feykir óskar þessum verðugu fulltrúum Skagfirðinga til hamingju með frábæra frammistöðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir