Æfingar í allskonar veðri.
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
11.03.2009
kl. 08.47
Strákarnir í fótboltanum hjá Tindastól sem búsettir eru fyrir sunnan æfa saman eins vel og hægt er. Í vetur hafa þeir haft ÍR völlinn til afnota á ákveðnum tímum sem alls ekki hafa verið góðir og alltof seint á kvöldin.
Engu að síður hafa þeir látið sig hafa það og þessar myndir voru teknar af strákunum í snjó og leiðindaveðri um daginn. Þeir hafa sameinast liði KFR til að stækka æfingahópinn og fá meira út úr æfingunum.
Myndir frá æfingu strákanna má sjá hér
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.