Æfingar hafnar hjá Leikfélagi Hofsóss
Æfingar standa nú yfir hjá Leikfélagi Hofsóss á leikritinu Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund Backman. Leikritið er ólíkindagamanleikur sem gerist á heimili fullorðinnar ekkju sem finnur minnislausan mann í framsætinu á bílnum sínum og tekur hann með sér heim. Inn í vandræði konunnar blandast nokkrir vinir hennar og nágrannar sem bregðast við vandanum hver á sinn hátt. Persónurnar eru átta og eru þær leiknar af jafnmörgum leikurum sem sumir eru að stíga sín fyrstu skref með leikfélaginu. Æfingar hófust fyrir tveimur vikum en áætlað er að frumsýna föstudaginn 24. mars og ljúka sýningum um páska.
Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson, margreyndur á sínu sviði og Skagfirðingum að góðu kunnur en hann hefur sett upp mörg verk hér, bæði hjá Leikfélagi Hofsóss og Leikfélagi Sauðárkróks.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.