Aðventuhátíðir og ljósin kveikt á jólatré
Aðventuhátíð Glaumbæjarprestakalls á Löngumýri sunnudaginn 10. desember kl. 14:00.
Prestur sr. Gísli Gunnarsson.
Kirkjukór safnaðanna syngur aðventu- og jólalög undir stjórn Stefáns R. Gíslasonar organista.
Fermingarbörn og kirkjuskólabörn aðstoða og á eftir verða veitingar í boði sóknanna.
Aðventuhátíð í Hóladómkirkju sunnudaginn 10. desember kl. 14:00.
Prestur sr. Ursula Árnadóttir.
Kaffi Undir Byrðunni á eftir.
Aðventuhátíð Þingeyraklaustursprestakalls í Blönduósskirkju sunnudaginn 10. desember kl. 16:00.
Prestur sr. Sveinbjörn R. Einarsson.
Auðunn Steinn Sigurðsson flytur hugvekju. Ljóðalestur, hljóðfæraleikur og samsöngur. Fermingarbörn bera inn aðventuljósið.
Eyþór Franzson Wechner organisti leikur helgilag á orgelið í eftirspil.
Aðventuhátíð í Prestbakkakirkju sunnudaginn 10. desember kl. 16:30.
Kirkjukórinn syngur undir stjórn Elinborgar Sigurgeirsdóttur. Helgileikur fermingarbarna. Flautuleikur: Kristín Magnúsdóttir og María Björg Sigurðardóttir. Alexandra Rán Hannesdóttir les sögu. Ræðumaður er Þorbjörg Helga Sigurðardóttir.
Kaffiveitingar í skólahúsinu á Borðeyri.
Aðventukvöld í Sauðárkrókskirkju sunnudaginn 10. desember kl. 20:00.
Prestur sr. Gylfi Jónsson.
Laufey Skúladóttir flytur hugleiðingu.
Börn úr 6. bekk Árskóla flytja lög úr Lúsíuprógrammi og kirkjukórinn flytur jólasöngva. Rögnvaldur, Jóhann og Margeir leika undir almennan söng.
Aðventuhátíð í Melstaðarkirkju sunnudaginn 10. desember kl. 20:30.
Kirkjukórinn syngur undir stjórn Pálínu F. Skúladóttur. Ræðumaður kvöldsins er Ingibörg Jónsdóttir. Fermingarbörn flytja helgileik og nemendur tónlistarskólans fyltja tónlist.
Boðið verður upp á súkkulaði og smákökur í safnaðarheimilinu á eftir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.