Aðeins tæp 40% ákveðin í að kjósa sama flokk og síðast
feykir.is
Skagafjörður
21.04.2009
kl. 09.14
Í síðustu netkönnun Sk.com var grennslast fyrir um hvort kjósendur væru búnir að gera upp hug sinn varðandi Alþingiskosningarnar sem fram fara næstkomandi laugardag. Aðeins tæplega 40% þeirra sem svöruðu eru ákveðin í að kjósa sama flokk og þeir gerðu í síðustu kosningum.
Tæplega 23% sem svara segjast enn ekki hafa ákveðið hvað það gerir á kjördag en tæplega 20% á ekki von á því að nota atkvæðisréttinn. Annars voru niðurstöður könnunarinnar á þennan veg:
Já - og ætla að kjósa sama flokk og síðast! (39.1%)
Já - en nú set ég x-ið á annan stað! (18.2%)
Nei, ég hef ekki ákveðið neitt enn! (22.8%)
Nei, og á síður von á því að ég noti atkvæðisréttinn! (19.9%)
/skagafjordur.com
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.