Aðalskipulag Húnaþings vestra til afgreislu

Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur fyrir sitt leyti samþykkt tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2002-2014. Um er að ræða breytingu á aðalskipulagi sem tekur til hluta jarðarinnar Bessastaða á Heggstaðanesi.

Breytingatillagan var auglýst í Lögbirtingarblaðinu þann 21. nóvember 2008 og Morgunblaðinu þann 23. nóvember 2008 og  höfð til sýnis á skrifstofu Húnaþings vestra, frá 23. nóvember 2008. Einnig var tillagan til sýnis á heimasíðu sveitarfélagsins og hjá Skipulagsstofnun Laugarvegi 166, Reykjavík sbr. gr. 6.2.2 í Skipulagsreglugerð.

Engar athugasemdir bárust. Óskað hefur verið eftir afgreiðslu Skipulagsstofnunar á umræddri breytingatillögu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir